Hoppa yfir valmynd
20. desember 2021 Utanríkisráðuneytið

Þórdís Kolbrún fundaði með utanríkisráðherrum Norðurlanda

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. - mynd

Samskipti við stórveldin, staðan við landamæri Rússlands og Úkraínu, afvopnunarmál og ástandið í Eþíópíu voru efst á baugi á fjarfundi norrænna utanríkisráðherra (N5) í dag. 

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, lagði áherslu á mikilvægi norrænnar samstöðu og áframhaldandi náið samráð Norðurlandanna.

„Norrænt samstarf verður áfram einn af helstu hornsteinum íslenskrar utanríkisstefnu og það er mikilvægt að við höldum áfram okkar góða samstarfi með þeim þjóðum sem deila með okkur bæði miklum hagsmunum og mikilvægum hugsjónum,“ sagði Þórdís Kolbrún meðal annars. 

Þórdís Kolbrún leiddi umræður um málefni Kína en Ísland og Kína fagna um þessar mundir fimmtíu ára afmæli stjórnmálasambands ríkjanna. 

Þetta var síðasti fundurinn undir formennsku Finnlands sem hefur leitt norræna samstarfið síðastliðið ár. Noregur mun taka við formennskukeflinu um áramót og kynnti að því tilefni formennskuáætlun sína og þeirra helstu áherslumál.

 

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira