Hoppa yfir valmynd
21. desember 2021 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Umsækjendur um embætti forstöðumanns Rannís

Mennta- og menningarmálaráðuneyti bárust fjórar umsóknir um embætti forstöðumanns Rannsóknarmiðstöðvar Íslands.

Umsækjendur eru:
Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri.
Erlendur Helgason, teymisstjóri.
Ingunn Björnsdóttir, dósent og námsvistunarstjóri.
Una Strand Viðarsdóttir, sérfræðingur og staðgengill skrifstofustjóra

Rannís er þjónustu- og umsýslustofnun sem hefur það hlutverk að treysta stoðir íslensks samfélags með stuðningi við rannsóknir, nýsköpun, menntun og menningu. Rannís mun heyra undir nýtt ráðuneyti háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar og er ráðgert að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skipi nýjan forstöðumann, til fimm ára, frá 1. apríl 2022.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira