Hoppa yfir valmynd
22. desember 2021 Forsætisráðuneytið

Staða íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu

Mynd/Mannréttindadómstóll Evrópu - mynd

Kjörtímabil íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu rennur út hinn 31. október 2022. Evrópuráðið hefur því farið þess á leit að tilnefnd verði af Íslands hálfu þrjú dómaraefni en skv. 22. gr. mannréttindasáttmálans, sbr. lög nr. 62/1994, eru dómarar við Mannréttindadómstólinn kjörnir af þingi Evrópuráðsins af lista með þremur mönnum sem samningsaðili tilnefnir.

Þeim sem áhuga hafa á að vera tilnefnd af Íslands hálfu sem dómaraefni við mannréttindadómstólinn gefst kostur á að senda forsætisráðuneytinu umsókn sína eigi síðar en 14. janúar 2022.

Forsætisráðherra mun skipa fimm manna hæfnisnefnd til að meta umsóknir sem berast. Óskað verður eftir tilnefningum Hæstaréttar Íslands, dómstólasýslunnar, Lögmannafélags Íslands og utanríkisráðuneytisins. Forsætisráðherra mun skipa formann hæfnisnefndarinnar án tilnefningar. Mun hæfnisnefndin skila umsögn um umsækjendur og gera rökstudda tillögu um hver þeirra teljist hæfust til að vera tilnefnd. Tilnefningar stjórnvalda verða byggðar á þessari tillögu.

Mannréttindadómstóll Evrópu í Strassborg fjallar um mál sem til hans er vísað af einstaklingum og samningsaðilum vegna meintra brota á ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu eða samningsviðaukum við hann. Dómstóllinn er skipaður einum dómara frá hverju samningsríkja.

Auglýsing um stöðu íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira