Hoppa yfir valmynd
22. desember 2021 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Umsækjendur um embætti skólameistara Flensborgarskóla

Umsækjendur um embætti skólameistara Flensborgarskóla - myndFlensborgarskólinn

Mennta- og menningarmálaráðuneyti bárust sex umsóknir um embætti skólameistara Flensborgarskóla í Hafnarfirði, en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka. 

Umsækjendur eru:
Ágústa Elín Ingþórsdóttir, fv. skólameistari.
Einar Aðalsteinn Brynjólfsson, framhaldsskólakennari.
Einar Hreinsson, konrektor.
Elvar Smári Sævarsson, forstöðumaður.
Erla Sigríður Ragnarsdóttir, settur skólameistari.

Mennta- og barnamálaráðherra skipar skólameistara til fimm ára í senn að fenginni umsögn hlutaðeigandi skólanefndar skv. 6. gr. laga nr. 92/2008 um framhaldsskóla og lögum nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, með síðari breytingum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum