Hoppa yfir valmynd
30. desember 2021 Félagsmálaráðuneytið

Hækkun tekju- og eignamarka vegna sérstaks húsnæðisstuðnings fyrir árið 2022

Félagsmálaráðuneytið hefur uppfært tekju- og eignaviðmið fyrir árið 2022 í leiðbeiningum ráðherra til sveitarfélaga um framkvæmd sérstaks húsnæðisstuðnings til leigjenda.

Tekju- og eignamörk hækka um 4,6% á milli ára og eru nýju tekjumörkin eftirfarandi:

 

Fjöldi heimilis-
manna
Neðri tekjumörk á ári Efri tekjumörk á ári
Neðri tekjumörk á mánuði
Efri tekjumörk á mánuði

1

4.357.354

5.446.693

363.113

453.891

2

5.762.952

7.203.690

480.246

600.308

3

6.746.871

8.433.588

562.239

702.799

4 eða fleiri

7.309.109

9.136.386

609.092

761.365

Eignamörk hækka úr 6.186.000 kr. í 6.470.556 kr. á milli ára.

Hækkunin tekur gildi samkvæmt leiðbeiningunum þann 1. janúar 2022.

Ráðuneytið beinir því til sveitarfélaga að taka mið af framangreindri hækkun við endurskoðun eigin reglna um sérstakan húsnæðisstuðning.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira