Hoppa yfir valmynd
31. desember 2021 Forsætisráðuneytið

Áramótaávarp forsætisráðherra

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti áramótavarp sitt í kvöld. Í ávarpinu fór forsætisráðherra yfir hið viðburðaríka ár sem nú er að líða og þær fjölmörgu áskoranir sem þjóðin tókst á við; jarðskjálftar, eldgos og áframhaldandi barátta við heimsfaraldur og loftslagsbreytingar.

„Þegar á móti blæs skiptir máli að muna hið góða. Ég er þakklát fyrir íslenskt samfélag vegna þess að þó að margt megi bæta þá er þetta gott samfélag. Samfélag þar sem við sýnum hvert öðru samhygð þegar á móti blæs. Samfélag sem ítrekað mælist öruggasta og friðsamasta samfélag í heimi. Á pestartímum hafa margir sótt hingað einmitt í leit að friði og ró, í þessu landi sem þó leikur stundum á reiðiskjálfi,“ sagði forsætisráðherra.

Áramótaávarp forsætisráðherra 2021 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira