Hoppa yfir valmynd
31. desember 2021 Utanríkisráðuneytið

Fréttaannáll utanríkisráðuneytisins árið 2021

Árið 2021 hefur verið viðburðaríkt í starfsemi utanríkisþjónustunnar. Skrifað var undir fríverslunarsamning við Bretland í júlí, ráðherrafundur Norðurskautsráðsins var haldinn í Reykjavík í maí og Ísland var kjörið í framkvæmdastjórn Mennta-, vísinda og menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) í nóvember, svo dæmi séu tekin.

Utanríkisráðuneytið hefur tekið saman yfirlit helstu frétta ársins 2021 í meðfylgjandi fréttaannál.

Á meðal þess sem setti svip sinn á starfsemina á árinu sem nú er að ljúka var mikill fjöldi skýrslna um ýmsa þætti utanríkisstefnunnar og samskipti við einstök ríki. Vegna heimsfaraldursins voru fjarfundir tíðir og áfram í aðalhlutverki en þó komu tækifæri til þess að halda stærri ráðstefnur og viðburði í eigin persónu. Ríkisstjórn Íslands og Norræna ráðherranefndin stóðu m.a. fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um plastmengun á norðurslóðum í mars, ráðherrafundur Norðurskautsráðsins fór fram í maí, og þá fór Hringborð norðurslóða fram í október að nýju. Í lok nóvember urðu ríkisstjórnarskipti og lét þá Guðlaugur Þór Þórðarson af embætti utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og við tók Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.

Hægt er að lesa annálinn hér að neðan eða hlaða honum niður.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum