Hoppa yfir valmynd
3. janúar 2022 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Fréttaannáll samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins 2021

Fréttaannáll samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins 2021 - mynd

Nýliðið ár var viðburðaríkt í málaflokkum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Í fréttaannál ráðuneytisins er fjallað um helstu áfanga í störfum ráðuneytisins. Verkefni ráðuneytisins mörkuðust einnig áfram af heimsfaraldri kórónuveiru.

Stórauknu fjármagni var áfram veitt á árinu í uppbyggingu innviða og samgöngumannvirkja í samræmi við samgönguáætlun 2020-2034 og fjárfestingaátak stjórnvalda vegna heimsfaraldursins, s.s. nýjar vegaframkvæmdir, viðhald vega, hafnir og flugvelli.

Í júlí var undirrituð yfirlýsing um lagningu Sundabrautar en stefnt er að því að framkvæmdir hefjist árið 2026 og að brautin verði tekin í notkun árið 2031. Mikil arðsemi er af lagningu Sundabrautar samkvæmt drögum að niðurstöðu óháðrar félagshagfræðilegrar greiningar sem Vegagerðin kynnti í september. 

Þá var frumvarp um nýja heildarlöggjöf um skip var samþykkt á Alþingi vorið 2021 sem einfaldar og samræmir lagaumhverfi á þessu sviði.

Landsátakinu Ísland ljóstengt lauk vorið 2021 þegar síðustu styrktarsamningar fjarskiptasjóðs við sveitarfélög voru gerðir. Frá árinu 2016 hafa 57 sveitarfélög hlotið styrki til að tengja um 6.200 styrkhæfa staði með ljósleiðara en þúsundir annarra bygginga og sumarhúsa hafa notið óbeint góðs af uppbyggingunni. Þá var fjármögnun á nýjum fjarskiptasæstreng milli Íslands og Írlands hefur verið tryggð með aðkomu ríkisins. Einnig urðu tímamót þegar Alþingi samþykkti ný lög um íslensk landshöfuðlén í maí á síðasta ári.

Í byggðamálum var unnið að ýmsum verkefnum í samræmi við byggðaáætlun. Áhersla var lögð á að fjölga atvinnutækifærum með verkefninu Störf án staðsetningar. Framlög voru veitt til fjarvinnslustöðvar en þar geta stofnanir geta sótt um styrk til að koma opinberum gögnum á stafrænt form. Þá var tillögu til þingsályktunar dreift á Alþingi um stefnumótandi byggðaáætlun til fimmtán ára en mælt verður fyrir henni á nýju ári.

Vegvísir.is, nýr gagnvirkur upplýsingavefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, var opnaður á árinu og markar tímamót í miðlun upplýsinga um samgöngur, fjarskipti og byggðamál. Vefnum er ætlað að vera leiðarvísir almennings að lykilupplýsingum í þessum málaflokkum. Hægt er að fylgjast með fjármögnun, framvindu og árangri í yfir 500 verkefnum og stöðu 60 árangursmælikvarða.

Ný ríkisstjórn tók við í lok nóvember. Sigurður Ingi Jóhannsson varð innviðaráðherra í ráðuneyti sem fer með samgöngur, sveitarstjórnarmál, byggðamál, húsnæðis- og mannvirkjamál og skipulagsmál.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira