Hoppa yfir valmynd
7. janúar 2022 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Fyrsta ársskýrslan um fyrirtæki í eigu ríkisins gefin út

Í lok desember gaf fjármála- og efnahagsráðuneytið út fyrstu ársskýrsluna um fyrirtæki í eigu ríkisins (tengill). Í skýrslunni er gerð grein fyrir lykilstærðum í rekstri og starfsemi fyrirtækjanna og flokkum einstakara geira á árinu 2020. Einnig er fjallað um grundvöll og markmið ríkisins með eignarhaldinu og meginreglur nýútgefinnar almennrar eigandastefnu fyrir ríkisfélögin. Í skýrslunni er að finna ýmis yfirlit, t.a.m. um þóknanir til stjórnarmanna og samræmdar yfirlitsíður um fyrirtækin þar sem meðal annars helstu rekstrarupplýsingum, kynjahlutföllum starfsmanna og lykilstjórnenda eru gerð skil. Skýrslan verður héðan af gefin út árlega og birt á haustmánuðum fyrir liðið ár.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira