Hoppa yfir valmynd
11. janúar 2022 Heilbrigðisráðuneytið

COVID-19: Gildandi takmarkanir innanlands framlengdar til 2. febrúar

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja óbreyttar gildandi takmarkanir á samkomum innanlands til og með 2. febrúar næstkomandi. Ákvörðun ráðherra byggist á tillögum sóttvarnalæknis sem telur nauðsynlegt að takmarka áfram sem mest útbreiðslu Covid-19 til að verja heilbrigðiskerfið. Samhliða nýrri reglugerð um samkomutakmarkanir hefur ráðherra til hagræðis sett sérstaka reglugerð um skólastarf, líkt og gert hefur verið á fyrri stigum faraldursins.

Í meðfylgjandi minnisblaði sóttvarnalæknis, dags. 5. janúar síðastliðinn koma einnig fram tillögur hans um breytingar á sóttkví sem þegar hafa komið til framkvæmda, sbr. tilkynning ráðuneytisins frá 7. janúar síðastliðnum. Jafnframt fylgir hér minnisblað landlæknis og sóttvarnalæknis, dags. 10. janúar, um stöðu heilbrigðiskerfisins á Íslandi og þróun faraldursins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum