Hoppa yfir valmynd
11. janúar 2022 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra fékk afhenta aldarsögu Hæstaréttar Íslands ​

Arnþór Gunnarsson, Benedikt Bogason, Katrín Jakobsdóttir og Jón Sigurðsson. - mynd

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók í gær á móti Hæstiréttur í hundrað ár, nýútkominni aldarsögu Hæstaréttar Íslands.

Hæstiréttur átti aldarafmæli 16. febrúar 2020 og var þeirra tímamóta minnst með því að ráðist var í ritun á sögu Hæstaréttar. Bókin kemur út hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi.

Forseti Hæstaréttar, Benedikt Bogason, afhenti Katrínu Jakobsdóttur bókina í Stjórnarráðinu og með í för var höfundur ritsins, Arnþór Gunnarsson sagnfræðingur og Jón Sigurðsson, forseti Hins íslenska bókmenntafélags.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira