Hoppa yfir valmynd
17. janúar 2022 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi.  

Breyting var gerð á raforkulögum á vorþingi 2021 með það að markmiði að tryggja raforkuöryggi. Breytingarnar kveða m.a. á um gerð reglugerðar um viðmið fyrir fullnægjandi raforkuöryggi, sem og mat á fullnægjandi framboði á raforku.

Ráðherra kallaði eftir tilnefningum í upphafi árs og hefur starfshópurinn, sem ráðherra hefur nú skipað það hlutverk að vinna tillögu að reglugerð um raforkuöryggi. Á hópurinn m.a. að skoða valdheimildir opinberra aðila og úrræði til að tryggja fullnægjandi raforkuöryggi. Þá á hann á að veita yfirsýn á heildsölumarkaði raforku og skilgreina öryggismörk um fullnægjandi framboð raforku og heimildir Orkustofnunar til að grípa inn í til að tryggja að framboð geti mætt eftirspurn.

„Það er afar mikilvægt að við fáum yfirsýn yfir raforkumarkaðinn og að við tryggjum raforkuöryggi, ekki hvað síst raforkuöryggi íslenskra heimila. Það var eitt af mínum fyrstu verkum eftir að ég kom í umhverfis- og auðlindaráðuneytið,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Formaður starfshópsins er Halla Hrund Logadóttir, Orkumálastjóri.

Aðrir sem starfshópinn skipa eru:

Breki Karlsson, f.h. Neytendasamtakanna,

Friðrik Friðriksson, f.h. HS Orku hf.,

Kristín Linda Árnadóttir, f.h. Landsvirkjunar,

Svandís Hlín Karlsdóttir, f.h. Landsnets hf.,

Tryggvi Felixson, f.h. umhverfis- og náttúruverndarsamtaka,

Þrándur Sigurjón Ólafsson, f.h. Orku náttúrunnar ohf.,

 

Hanna Björg Konráðsdóttir, hjá Orkustofnun, og Magnús Dige Baldursson, hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, munu starfa með starfshópnum.

Starfshópurinn á að skila ráðherra drögum að reglugerð fyrir 15. mars.


 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira