Hoppa yfir valmynd
21. janúar 2022 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála tekur til starfa

Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála tók til starfa 1. janúar 2022 þegar lög nr. 88/2021 um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála tóku gildi. Stofnunin tekur við verkefnum Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar sem starfaði sem ráðuneytisstofnun frá 7. maí 2018 til 31. desember 2021, fyrst innan velferðarráðuneytis og síðar félagsmálaráðuneytis, á grundvelli heimildar í lögum um Stjórnarráð Íslands. Þá tekur stofnunin við eftirlitsverkefnum sem áður heyrðu undir Barnaverndarstofu,

Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála mun fara með eftirlit með gæðum þjónustu sem er veitt á grundvelli barnaverndarlaga, laga um Barna- og fjölskyldustofu, laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, laga um málefni aldraðra, laga um Ráðgjafar- og greiningarstöð, laga um þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu og laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Þá mun Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála veita rekstrarleyfi og þróa gæðaviðmið á grundvelli bestu mögulegu þekkingar á málaflokkum á verkefnasviði stofnunarinnar. 

Hægt er að beina fyrirspurnum til stofnunarinnar á netfangið [email protected]. Umsóknir um leyfi og móttaka kvartana fer fram inn á „mínum síðum“ á vefsíðu stofnunarinnar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum