Hoppa yfir valmynd
24. janúar 2022 Heilbrigðisráðuneytið

Gildistími bólusetningarvottorða á landamærum Íslands

Bólusetningarvottorð vegna Covid-19 eru sérstaklega mikilvæg fyrir þá einstaklinga sem ferðast til annarra landa.

Fram að þessu hefur á landamærum Íslands, og annarra landa innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES), ekki verið gerð krafa um gildistíma  bólusetningarvottorða.

Frá og með 1. febrúar 2022 verða vottorð fyrir grunnbólusetningu, þ.e. tvær bólusetningar eða eina með Janssen, aðeins tekin gild á landamærum Íslands og annarra EES landa, í 270 daga eða í um 9 mánuði og eru dagar taldir frá seinni bólusetningunni. Þetta þýðir að bólusetningarvottorð þess einstaklings sem lauk grunnbólusetningu 15. júní 2021 fellur úr gildi 12. mars næstkomandi.

Um leið og farið er í 3. bólusetningu, eða 2. bólusetningu á eftir Janssen, gildir ofangreind takmörkun ekki og bólusetningarvottorð viðkomandi vegna Covid-19 telst gilt ótímabundið á landamærum innan EES.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira