Hoppa yfir valmynd
26. janúar 2022 Forsætisráðuneytið

Samskipti forsætisráðherra og Íslenskrar erfðagreiningar vegna ákvörðunar Persónuverndar

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd samþykkti á fundi sínum 19. janúar sl. að óska eftir afriti af skriflegum erindum milli forsætisráðherra og Íslenskrar erfðagreiningar í tengslum við ákvörðun Persónuverndar frá 23. nóvember sl.

Beiðnin barst forsætisráðuneytinu síðar sama dag og var afrit af bréfunum sent nefndinni 24. janúar sl. Um er að ræða opið bréf Kára Stefánssonar til ríkisstjórnar Íslands, sem barst 20. desember 2021, svar forsætisráðherra, dags. 30. desember 2021, svar Kára Stefánssonar, dags. 4. janúar 2022 og áréttingu forsætisráðherra, dags. 5. janúar 2022.

Eftirfarandi gögn hafa verið afhent stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd:

Opið bréf Kára Stefánssonar, barst 20. desember en er nú dags. 27. des. 2021 á visir.is

Svar forsætisráðherra, dags. 30. desember 2021

Svar Kára Stefánssonar, dags. 4. janúar 2022

Árétting forsætisráðherra, dags. 5. janúar 2022

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira