Hoppa yfir valmynd
8. febrúar 2022 Utanríkisráðuneytið

Þórdís Kolbrún átti símafund með utanríkisráðherra Sádi-Arabíu

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra ræddi í dag í síma við Faisal Bin Farhan Al Saud utanríkisráðherra Sádi-Arabíu um framboð Sáda til að hýsa heimssýninguna, World Expo, í Ríad árið 2030. Utanríkisráðherra Sádi-Arabíu óskaði eftir samtalinu.

Ráðherrarnir ræddu einnig önnur framboð ríkjanna á vettvangi alþjóðastofnana, meðal annars framboð Íslands til setu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í Genf fyrir tímabilið 2025-2027. Þá var staða mannréttindamála í Sádi-Arabíu jafnframt til umræðu. „Í samtali mínu við utanríkisráðherra Sádi-Arabíu nefndi ég að  mannréttindi séu altæk réttindi, óháð landamærum, og þau séu réttur hvers einstaklings,“ segir Þórdís Kolbrún.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

16. Friður og réttlæti

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum