Hoppa yfir valmynd
18. febrúar 2022 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Stutt við samstarfsvettvang sveitarfélaga og atvinnulífs um áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið

Lilja Dögg Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra og Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu - mynd

Lilja Dögg Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra og Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa undirritað samning um stofnun samstarfsvettvangs sveitarfélaga og atvinnulífsins um áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið. Samningurinn byggir á Framtíðarsýn og leiðarljósi íslenskrar ferðaþjónustu til 2030 sem unnin var í samvinnu ríkis, sveitarfélaga og greinarinnar.

Samningurinn miðar að því að settur verði á fót samstarfsvettvangur sveitarfélaga og atvinnulífs um áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið. Þannig verði stutt við þróun áfangastaðarins í átt að sjálfbærri framtíðarsýn og aukinni samkeppnishæfni. Áhersla verði á þróun og kynningar- og markaðsstarf ásamt samlegð og samtali hagaðila í ferðaþjónustu og tengdra aðila. Unnið verði að því að samstarfsvettvangurinn verði við árslok 2022 að áfangastaðastofu höfuðborgarsvæðisins

Undirbúningur að stofnun áfangastaðastofa í öllum landshlutum hefur verið í gangi um nokkurt skeið. Búið að undirrita samninga um stofnun áfangastaðastofa í öllum landshlutum nema á höfuðborgarsvæðinu en þessi samningur er liður í því að tryggja að áfangastaðastofur verði í öllum landshlutum. Það er liður í því að efla stoðkerfi ferðaþjónustunnar og stuðla að jákvæðum framgangi ferðaþjónustu á starfssvæði samtakanna.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira