Hoppa yfir valmynd
22. febrúar 2022 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Forstjóri Menntamálastofnunar lætur af störfum

Thelma Cl. Þórðardóttir og Arnór Guðmundsson - mynd

Mennta- og barnamálaráðherra og Arnór Guðmundsson hafa komist að samkomulagi um að Arnór komi til starfa hjá mennta- og barnamálaráðuneyti frá 1. mars 2022. Verkefni Arnórs fyrir ráðuneytið munu fyrst um sinn tengjast þátttöku Íslands í alþjóðlegum könnunum á hæfni nemenda.

Arnór mun láta af störfum sem forstjóri Menntamálastofnunar og hefur ráðherra farið þess á leit við Thelmu Cl. Þórðardóttur, lögfræðing og staðgengil forstjóra, að hún gegni starfinu tímabundið í einn mánuð til að byrja með.

Arnór Guðmundsson er fyrsti forstjóri Menntamálastofnunar og hefur gegnt því starfi í um sjö ár. Áður starfaði hann hjá mennta- og menningarmálaráðuneyti sem skrifstofustjóri, þróunarstjóri og deildarstjóri.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum