Hoppa yfir valmynd
28. febrúar 2022 Matvælaráðuneytið

Ráðherra vill opið samráð um matvælastefnu fyrir Ísland

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur lagt fram drög að áherslum og verklagi við gerð matvælastefnu í Samráðsgátt stjórnvalda. Í stefnunni er fjallað um matvæli, sjávarútveg, landbúnað og fiskeldi og hvernig skuli unnið að stefnumótun á næstu árum.

„Það er kominn tími til að slá nýjan tón og beita nýrri nálgun á stefnumótun í sjávarútvegi. Það er mín trú að með lýðræðislegri og gagnsærri nálgun getum við komið á raunverulegum umbótum sem auka munu samfélagslega sátt.“

Stefnan verður kynnt á Matvælaþingi næsta haust. Ráðherra mun í beinu framhaldi leggja fram þingsályktunartillögu að matvælastefnu fyrir Alþingi, en hún verður leiðarstef í matvælaframleiðslu á Íslandi. Með þessari vinnu er lagður heildstæður grunnur fyrir sjálfbæra stefnu Íslands í málaflokknum, þar sem markmið og aðgerðir eru skýrt afmarkaðar til langs tíma. 

Sjávarútvegsstefna

Matvælaráðherra hyggst stofna til opins og gagnsæs verkefnis fjölmargra aðila sem unnið verður með skipulegum hætti á kjörtímabilinu. Leiðarstefið í þeirri vinnu verður hagkvæm og sjálfbær nýting sjávarauðlinda í sátt við umhverfið. 

Fjölmenn nefnd, sem ráðherra stýrir, hefur yfirsýn yfir starf fjögurra starfshópa um tiltekin verkefni. Starfshóparnir eru Samfélag, Aðgengi, Umgengni og Tækifæri. Fyrirhugaðar lokaafurðir þessa starfs eru m.a. heildarlög um stjórn fiskveiða eða lög um auðlindir hafsins á árinu 2024 og aðrar lagabreytingar, verkefni á sviði orkuskipta, nýsköpunar og hafrannsókna, sem og gagnsæi og kortlagning eignatengsla í sjávarútvegi. 

Landbúnaðarstefna

Starfshópi um matvælastefnu verður einnig ætlað vinna áframhaldandi þróun á fyrirliggjandi tillögu landbúnaðarstefnu fyrir Ísland sem lögð verður fyrir Alþingi samhliða eða sem hluti af matvælastefnunni. Í tillögu verkefnisstjórnar er lagt til áherslum í styrkjakerfi landbúnaðarins verði breytt og dregið verði úr framleiðslutengingu stuðningsins. Horft verði til þess styðja við búsetu í sveitum óháð því hvaða framleiðslugrein er stunduð og lögð verði aukin áhersla á jarðrækt, aðra landnýtingu, landvörslu og loftslagsmál. Þá kemur stefnumótun í landbúnaðarmálum ekki síst fram í búvörusamningum en síðari endurskoðun samninganna fer fram árið 2023.

Fiskeldisstefna

Einnig verður mótuð heildstæð stefna um uppbyggingu, umgjörð og gjaldtöku fiskeldis. Þar verður lögð áhersla á tækifæri til atvinnusköpunar og mikilvægi þess greinin byggist upp á grundvelli sjálfbærni, vísindalegrar þekkingar og verndar villtra laxastofna. Með hliðsjón af þessum atriðum, sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála og öðrum áherslum ráðherra mun stefnumótun í fiskeldi skiptast í nokkur aðskilin verkefni. 

ósk ráðherra hefur ríkisendurskoðun samþykkt fara í stjórnsýsluúttekt á málefnum fiskeldis. Þá verður unnið mat á stöðu greinarinnarþar sem greindur verður bæði þjóðhagslegur ávinningur greinarinnar í heildog staðbundinn ávinningur byggðarlaga þar sem fiskeldi er stundað. Gjaldtaka og skipting hennar verður sérstaklega skoðuð ásamt fleiri þáttum. 

 

Síðast en ekki síst þarf móta umhverfi þar sem verðmætasköpun í sátt við samfélag og umhverfi er í forgrunni. Slíkt umhverfi þarf taka mið af áskorunum og tækifærum og verður greint af innlendum og erlendum sérfræðingum og ráðgjafafyrirtækjum. Stefnt er því kynning og samráð um langtíma stefnumótun í fiskeldi fari fram á vormánuðum ársins 2023.

Skjalið má nálgast hér

Umsagnir samráðsaðila óskast fyrir lok dags 15. mars 2022 og er fólk hvatt til þess að taka þátt í samráðinu. 

 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum