Hoppa yfir valmynd
1. mars 2022 Utanríkisráðuneytið

Sendiherra Úkraínu átti fund með utanríkisráðherra

Sendiherra Úkraínu átti fund með utanríkisráðherra - myndUtanríkisráðuneytið

Ástandið í Úkraínu og framlag Íslands til úkraínsku þjóðarinnar voru umfjöllunarefnið á fundi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra og Olgu Dibrova, sendiherra Úkraínu gagnvart Íslandi, í utanríkisráðuneytinu í dag.

Dibrova, sem hefur aðsetur í Helsinki, er stödd hér á landi til að afhenda forseta Íslands trúnaðarbréf. Þær Þórdís Kolbrún áttu fund í hádeginu þar sem ástandið í Úkraínu vegna hernaðaraðgerða Rússlands var til umræðu.

Á fundinum greindi úkraínski sendiherrann frá stöðunni heimalandi sínu og ræddi viðbrögð alþjóðasamfélagsins við innrás Rússlands. Utanríkisráðherra lýsti yfir miklum áhyggjum af hag úkraínskra borgara og einlægri samúð í þeirra garð. Hún sagði að íslensk stjórnvöld gerðu allt sem í þeirra valdi stæði til að styðja úkraínsku þjóðina á þessum erfiðum tímum. Tiltók hún í því sambandi framlög til mannúðaraðstoðar til Úkraínu og þátttöku í alþjóðlegum þvingunaraðgerðum gegn Rússlandi. Þá hefðu íslensk stjórnvöld fordæmt innrás Rússlands, sem væri alvarlegt brot á alþjóðalögum og kallaði því á hörð viðbrögð frá alþjóðasamfélaginu

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum