Hoppa yfir valmynd
9. mars 2022 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Opna vefsíðu þar sem hægt er að skrá leiguhúsnæði vegna komu flóttafólks frá Úkraínu

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og Fjölmenningarsetur hafa opnað vefsíðu þar sem hægt er að skrá leiguhúsnæði vegna komu flóttafólks frá Úkraínu. Ef þú átt hús, íbúð eða annað viðeigandi húsnæði fyrir flóttafólk sem kemur til Íslands á flótta undan núverandi ástandi í Úkraínu, getur þú skráð það á síðunni.

Í fyrsta skrefi er einungis leitað að húsnæði en þeim sem hafa eitthvað annað fram að færa sem nýst getur fólki í Úkraínu er bent á hjálparstofnanir.

Hér getur þú skráð leiguhúsnæði fyrir flóttafólk frá Úkraínu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum