Hoppa yfir valmynd
22. mars 2022 Utanríkisráðuneytið

Sveitastjórnarkosningar 2022: Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis og skráning námsmanna á Norðurlöndum á kjörskrá

Sveitastjórnarkosningar 2022: Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis og skráning námsmanna á Norðurlöndum á kjörskrá - myndHaraldur Jónasson / Hari

Sveitarstjórnarkosningar verða haldnar 14. maí nk. Kosning utan kjörfundar skal hefja eigi síðar en 29 dögum fyrir kjördag. Hægt verður að kjósa hjá sendiskrifstofum Íslands og hjá ræðismönnum erlendis. Nánari upplýsingar um kosningu utan kjörfundar erlendis verður að finna á vef viðkomandi sendiskrifstofu þegar nær dregur kosningunum. 

Kosningarétt við sveitarstjórnarkosningar eiga;

  • a.) hver íslenskur ríkisborgari sem náð hefur 18 ára aldri þegar kosning fer fram og á skráð lögheimili í sveitarfélaginu,
  • b.) hver danskur, finnskur, norskur og sænskur ríkisborgari, enda fullnægi hann að öðru leyti skilyrðum a-liðar,
  • c.) hver erlendur ríkisborgari, annar en greinir í b-lið, sem átt hefur skráð lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag, enda fullnægi hann að öðru leyti skilyrðum a-liðar.   

Hafi námsmaður, sbr. 4. mgr. 9. gr. laga um lögheimili og aðsetur, nr. 80/2018, flutt lögheimili sitt frá landinu til Danmerkur, Finnlands, Færeyja, Grænlands, Noregs eða Svíþjóðar samkvæmt Norðurlandasamningi um almannaskráningu telst hann ekki hafa glatað kosningarétti sínum í því sveitarfélagi sem hann átti skráð lögheimili í við brottför, enda fullnægi hann að öðru leyti skilyrðum a-liðar 1. mgr. og leggi fram umsókn skv. 3. mgr. um að neyta kosningaréttar síns. Sama gildir um maka, sambúðarmaka og börn þeirra sem dveljast með þeim í viðkomandi landi.

Námsmenn á Norðurlöndunum sem áttu síðast skráð lögheimili á Íslandi þurfa að sækja um það hjá Þjóðskrá að vera skráðir á kjörskrá. Hægt er að skrá sig rafrænt á vef Þjóðskrár, skra.is (sjá frétt Þjóðkrár). Frestur til þess að skila inn umsókn rennur út þann 4. apríl nk.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira