Hoppa yfir valmynd
23. mars 2022 Heilbrigðisráðuneytið

Breytingar varðandi sýnatöku til greiningar á COVID-19 frá og með 1. apríl

Covid-sýni - myndStjórnarráðið

Þann 1. apríl nk. fellur úr gildi reglugerð um endurgreiðslu kostnaðar vegna sýnatöku til greiningar á COVID-19. Reglugerðin tók fyrst gildi 16. september sl. og fól í sér að einkaaðilar sem önnuðust hraðpróf til greiningar á COVID-19, t.d. vegna hraðprófsviðburða eða útgáfu vottorða fyrir ferðamenn, gátu boðið þá þjónustu endurgjaldslaust. Frá og með 1. apríl verður einkennasýnatöku áfram sinnt hjá heilsugæslu og heilbrigðisstofnunum. Þar verður einnig í boði sýnataka fyrir ferðamenn sem þurfa vottorð vegna ferðalaga gegn gjaldi. Það má gera ráð fyrir því að einkaaðilar bjóði áfram upp á sýnatöku en sem fyrr segir verður niðurgreiðslum hins opinbera vegna sýnatöku hjá einkaaðilum hætt 1. apríl nk.

Einkennasýnataka hjá heilsugæslu og heilbrigðisstofnunum verður áfram gjaldfrjáls en óbreytt gjald, 7.000 kr., verður fyrir PCR próf hjá heilsugæslu og heilbrigðisstofnunum fyrir einkennalausa einstaklinga sem óska eftir PCR prófi til að fá vottorð til ferðalaga, sbr. 6. mgr. 11. gr. reglugerðar um sóttvarnaráðstafanir, nr. 817/2012.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum