Hoppa yfir valmynd
1. apríl 2022 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Nýr framkvæmdastjóri Alþjóðavinnumálastofnunarinnar

Gilbert F. Houngbo, nýr framkvæmdastjóri Alþjóðavinnumálastofnunarinnar.  - mynd

Gilbert F. Houngbo frá Togo var kosinn framkvæmdastjóri Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) á 344. fundi stjórnarnefndar stofnunarinnar, sem samanstendur af fulltrúum ríkja, fulltrúum atvinnurekenda og fulltrúum launfólks. Houngbo verður ellefti framkvæmdastjóri Alþjóðavinnumálastofnunarinnar en hann tekur við sem framkvæmdastjóri 1. október 2022 og er kjörinn til fimm ára. Þetta er í fyrsta sinn í sögu stofnunarinnar sem framkvæmdastjóri hennar kemur frá Afríku.

Houngbo er fyrrum forsætisráðherra Togo og er núverandi forseti Alþjóðasjóðs um þróun landbúnaðar (IFAD). Hann starfaði einnig sem aðstoðarframkvæmdastjóri Alþjóðavinnumálastofnunarinnar árin 2013-2017. Í framtíðarsýn sinni leggur Houngbo áherslu á að standa vörð um félagslegt réttlæti, frið og samstöðu. Framtíðarsýn Houngbo fyrir stofnunina má finna hér.

Stjórnarnefnd ILO samanstendur af 56 aðalfulltrúum, 28 ríkjum, 14 fulltrúum atvinnurekenda og 14 fulltrúum launafólks. Auk þess eiga sæti í nefndinni 66 varafulltrúar, 28 fulltrúar ríkja, 19 fulltrúar atvinnurekenda og 19 fulltrúar launafólks. Til að hljóta kosningu sem framkvæmdastjóri þurfti frambjóðandi að hljóta 29 atkvæði.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira