Hoppa yfir valmynd
5. apríl 2022 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Breytingar á gjaldskrá Matvælastofnunar

Þrjár gjaldskrár Matvælastofnunar hafa verið hækkaðar um 5%. Hækkunin er í samræmi við laun- og verðlagsforsendur fjárlaga fyrir árið 2022 en gjaldskrárnar hafa tekið óverulegum breytingum síðastliðin ár.

Gjaldskrárnar þrjár varða í fyrsta lagi vinnslu heilbrigðiseftirlits með hvalaafurðum, framleiðslu og markaðssetningu. Í öðru lagi innflutning matvæla sem innihalda koffín og í þriðja lagi eftirlit og aðra gjaldskylda starfsemi Matvælastofnunar.

Gjaldskrárnar voru í samráðsgátt stjórnvalda frá 4. febrúar til 4. mars. 2022. Tvær umsagnir bárust vegna gjaldskrár fyrir eftirlit og aðra gjaldskylda starfsemi Matvælastofnunar. 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

12. Ábyrð neysla og framleiðsla

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira