Hoppa yfir valmynd
7. apríl 2022 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Beiðni um úttekt á sölu hluta í Íslandsbanka send Ríkisendurskoðun

Fjármála- og efnahagsráðherra fór þess í dag á leit við Ríkisendurskoðun að stofnunin geri úttekt á því hvort sala á hlutum ríkisins í Íslandsbanka 22. mars sl. hafi samrýmst lögum og góðum stjórnsýsluháttum.

Samkvæmt lögum um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga hefur
ríkisendurskoðandi m.a. það hlutverk að hafa eftirlit með framkvæmd samninga sem eru gerðir við einkaaðila og hafa eftirlit með starfsemi og árangri ríkisaðila. Lögin kveða á um að
ríkisendurskoðandi ákveði sjálfur hvernig hann sinnir hlutverki sínu samkvæmt lögunum.

Nánar er fjallað um nýafstaðna sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka í tilkynningu sem birt var á vef ráðuneytisins 6. apríl.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira