Hoppa yfir valmynd
8. apríl 2022 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Samskipti við Bankasýslu ríkisins við útboð hluta í Íslandsbanka

Ráðuneytinu hafa borist upplýsingabeiðnir um fyrirkomulag og samskipti Bankasýslu ríkisins við ráðherra meðan útboð á hlutum í Íslandsbanka stóð yfir þann 22. mars sl.

Meðfylgjandi eru þau bréf sem fóru á milli Bankasýslu ríkisins og fjármála- og efnahagsráðuneytisins umrætt sinn.

Árétta skal að upplýsingar um tilboð eða tilboðsgjafa voru aldrei bornar undir fjármála- og efnahagsráðuneytið. Yfirlit yfir nafngreinda kaupendur hluta barst ráðuneytinu fyrst með bréfi frá Bankasýslu ríkisins þann 6. apríl sl., en eftir því hafði verið óskað sérstaklega með bréfi ráðuneytisins dags. 30. mars sl.

Um framkvæmd sölunnar skal að öðru leyti vísað til laga um Bankasýslu ríkisins, nr. 88/2009, og laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum, nr. 155/2012.

Umrædd gögn, sem áður hafa verið birt, eru aðgengileg hér að neðan.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum