Hoppa yfir valmynd
12. apríl 2022 Heilbrigðisráðuneytið

Ráðherra úthlutar 81,5 milljónum króna í styrki úr Lýðheilsusjóði

Hinn 11. apríl fór fram athöfn í Tjarnarsal Ráðhússins í Reykjavík þar sem heilbrigðisráðherra úthlutaði styrkjum úr Lýðheilsusjóði, að fengnum tillögum stjórnar Lýðheilsusjóðs. Í ár var styrkjum úr Lýðheilsusjóði úthlutað til fjölbreyttra verkefna á sviði geðræktar, næringar, kynheilbrigðis, hreyfingar og íþróttaiðkunar, áfengis-, vímu- og tóbaksvarna auk almennrar heilsueflingar. Alls veitti heilbrigðisráðherra styrki til 151 verkefnis og nema þeir rúmlega 81,5 milljónum króna.

Lýðheilsusjóður er starfræktur í samræmi við lög um landlækni og lýðheilsu og reglugerð um lýðheilsusjóð. Lýðheilsusjóður hefur það hlutverk að styrkja forvarna- og lýðheilsustarf í landinu og við ákvörðun um úthlutun er tekið mið af áherslum heilbrigðisyfirvalda og stefnumörkun um lýðheilsu.

Sjá nánar í frétt Embættis landlæknis um úthlutun úr Lýðheilsusjóði.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira