Hoppa yfir valmynd
13. apríl 2022 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Hækkun á grunnframfærslu námsmanna og námsmönnum erlendis bættur gengismunur vegna skólagjaldalána í nýjum úthlutunarreglum námsmanna

Háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur birt nýjar úthlutunarreglur Menntasjóðs námsmanna fyrir skólaárið 2022-2023 í Stjórnartíðindum.

Háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur ákveðið að bæta hag námsmanna með hækkun grunnframfærslu um 18%, en námsmenn hafa lengi barist fyrir hækkun á grunnframfærslu sem hefur verið þeirra stærsta baráttumál undanfarin ár. 

Áhrif breytingarinnar kemur til dæmis fram með hækkun á grunnframfærslu fyrir námsmann í leigu- eða eigin húsnæði um tæplega 21 þúsund krónur og um rúmlega 16 þúsund krónur fyrir námsmenn í foreldrahúsnæði.

Einnig hefur verið komið til móts við námsmenn erlendis vegna skólagjaldalána, en í stað þess að festa gengi við ákveðnar dagsetningar verður gengismunur greiddur til lánþega í formi aukaláns verði breyting á gengi umfram 5% þegar útgreiðslur skólagjaldalána hefjast. Þá hækkar frítekjumark sem nemur hækkun á neysluvísitölu milli ára og hækkar í 1.483.000 kr.

Í nýjum reglum hefur því verið stigið stórt skref til að koma til móts við námsmenn með hækkun grunnframfærslu sem á að tryggja jöfn tækifæri til náms í samræmi við lög nr. 60/2020 um Menntasjóð námsmanna.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum