Hoppa yfir valmynd
13. apríl 2022 Utanríkisráðuneytið

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis hefst á föstudag

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna sveitarstjórnarkosninga 2022, sem fara fram hinn 14. maí næstkomandi, hefst föstudaginn 15. apríl. Erlendis er hægt að greiða atkvæði utan kjörfundar hjá sendiskrifstofum Íslands, á sendiræðisskrifstofu eða á skrifstofu kjörræðismanns. Nánari upplýsingar um opnunartíma er að finna á heimasíðu viðkomandi sendiskrifstofu. 

Kjósendur skulu hafa samband við kjörræðismenn og bóka tíma eftir samkomulagi til að kjósa. Upplýsingar um sendiráð og kjörræðismenn erlendis er unnt að nálgast á vefsíðu utanríkisráðuneytisins.

Athygli kjósenda er vakin á því, að þeim ber sjálfum að póstleggja atkvæði sín eða koma þeim á annan hátt í tæka tíð til viðkomandi kjörstjórnar á Íslandi. Kjósendur eru því hvattir til að vera tímanlega á kjörstað.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum