Hoppa yfir valmynd
20. apríl 2022 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Áslaug Hulda aðstoðar tímabundið Áslaugu Örnu

Áslaug Hulda Jónsdóttir - mynd

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur ráðið Áslaugu Huldu Jónsdóttur sem aðstoðarmann í fjarveru Eydísar Örnu Líndal sem er í fæðingarorlofi.

Áslaug Hulda er formaður bæjarráðs Garðabæjar og hefur verið bæjarfulltrúi frá árinu 2010 en hún er ekki framboði til sveitarstjórnakosninga í vor. Hún hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu á sviði nýsköpunar og menntamála en hún hefur m.a. komið að uppbyggingu plastendurvinnslufyrirtækisins Pure North Recycling og var framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar. 

Áslaug Hulda er grunnskólakennari að mennt með framhaldsmenntun í stjórnun frá IESE Business School í Barcelona. 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira