Hoppa yfir valmynd
22. apríl 2022 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Segðu mér sögu: Vitundarvakning um mikilvægi barnabóka og barnabókahöfunda

Dagur bókarinnar verður haldinn hátíðlegur um allan heim þann 23. apríl.

Á þessum fallega degi hefst Segðu mér sögu, vitundarvakning í samstarfi menningar- og viðskiptaráðuneytisins og Borgarbókasafnsins sem er ætlað að undirstrika þá miklu þýðingu sem barnabókahöfundar hafa fyrir samfélagið okkar.

Vitundarvakningin mun standa yfir frá 23. apríl – 7. maí þar sem barnabækur verða í forgrunni á söfnunum. Tilgangurinn er að beina ljósi að þeirri mikilvægu bókmenntagrein sem barnabókmenntir eru og þakka barnabókahöfundum fyrir ómetanlegt framlag sitt til menningar, tungumáls og samfélags. Barnabókmenntir eru oft fyrsta snerting barnsins við heim menningar og lista og eru mikilvægur hlekkur í uppeldi barna. Tilgangur Segðu mér sögu er að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi barnabókmennta og hvetja til þess að fólk gefi sér og börnum sínum mikilvægan tíma með því að lesa fyrir þau og hvetja þau til að lesa sjálf.

30. apríl kl. 14:00 verður afhjúpuð innsetning til heiðurs barnabókahöfundum og verkum þeirra í Borgarbókasafninu í Grófinni.

Með innsetningunni mun fólki á öllum aldri gefast tækifæri til þess að endurvekja lestrarstundir bernsku sinnar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira