Hoppa yfir valmynd
26. apríl 2022 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Aukinn stuðningur og fjölgun atvinnutækifæra fyrir fólk með mismikla starfsgetu

Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra.  - mynd

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur veitt Vinnumálastofnun 18,5 milljón króna styrk til að vinna markvisst að því að auka stuðning og fjölga starfstækifærum sem lið í að gera íslenskan vinnumarkað aðgengilegan öllum.

Um er að ræða verkefni til eins árs og mun Vinnumálastofnun nýta styrkinn til að ráða tvo atvinnulífstengla sem hafa það hlutverk að greiða fyrir ráðningum einstaklinga með mismikla starfsgetu, með og án stuðnings. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á að fjárfesta í fólki og fjölga markvisst starfstækifærum einstaklinga með mismikla starfsgetu og er verkefnið liður í þeirri vegferð og bætist í hóp fleiri slíkra fyrr á árinu   

Einstaklingar með mismikla starfsgetu þurfa oft aðstoð við atvinnuleit, þjálfun í starf og stuðning við að halda vinnu á almennum vinnumarkaði. Vinnumálastofnun hefur boðið einstaklingum með mismikla starfsgetu upp á þjónustu varðandi þátttöku og þjálfun á almennum vinnumarkaði og öflun starfa. Þá hefur stofnunin aðstoðað einstaklinga við að mynda tengsl á vinnustað og lagt áherslu á góða samvinnu við atvinnurekendur.

Með styrknum mun Vinnumálastofnun efla þessa þjónustu enn frekar og bjóða upp á víðtækari stuðning við þá einstaklinga sem þurfa sveigjanleika eða stuðning í starf og vilja taka virkan þátt á vinnumarkaði.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra: „Atvinnutækifæri einstaklinga með mismikla starfsgetu þurfa að vera fjölbreytt og tryggja þarf að stuðning fyrir þau sem þess þurfa um leið og fyrstu skrefin eru stigin inn á vinnumarkað. Vinnumálastofnun hefur unnið frábært starf við að aðstoða þessa einstaklinga og það er gleðiefni að styrkja enn frekar við þessa góðu þjónustu, sem hefur sannað sig sem árangursrík leið fyrir þau sem þurfa aðstoð við að fá vinnu á almennum vinnumarkaði.“

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira