Hoppa yfir valmynd
26. apríl 2022 Forsætisráðuneytið

Dagný Jónsdóttir og Henný Hinz aðstoða ríkisstjórnina

Dagný Jónsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar um samhæfingu mála. Þá mun Henný Hinz áfram gegna stöðu aðstoðarmanns ríkisstjórnarinnar á sviði vinnumarkaðs-, efnahags- og loftslagsmála.

Aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar um samhæfingu mála mun vinna að því að samhæfa stefnu og aðgerðir í málaflokkum sem heyra undir fleiri en eitt ráðuneyti. Meðal umfangsmikilla áherslumála ríkisstjórnarinnar sem snerta málefnasvið flestra ráðuneyta eru sjálfbærni, réttlát umskipti og aukin samkeppnishæfni.

Dagný Jónsdóttir er með BA-próf í íslensku frá Háskóla Íslands en hún hefur síðastliðin fjögur ár starfað sem sérfræðingur á upplýsinga- og kynningarsviði Kennarasambands Íslands. Áður starfaði Dagný m.a. sem verkefnastjóri á kynningar- og markaðssviði Eimskips og sérfræðingur í markaðsdeild Arion banka.

Henný Hinz hefur gegnt stöðu aðstoðarmanns ríkisstjórnarinnar á sviði vinnumarkaðs-, efnahags- og loftslagsmála frá haustinu 2020. Áður starfaði Henný, sem er hagfræðingur frá Háskóla Íslands, hjá Alþýðusambandi Íslands, þar af sem deildarstjóri hagdeildar frá 2016.

Bergþóra Benediktsdóttir og Lára Björg Björnsdóttir eru aðstoðarmenn forsætisráðherra.

 

Dagný Jónsdóttir, aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar um samhæfingu mála

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira