Hoppa yfir valmynd
26. apríl 2022 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Svör við spurningum fjárlaganefndar Alþingis vegna sölu á hlutum í Íslandsbanka

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur sent fjárlaganefnd Alþingis svör við spurningum sem fjárlaganefnd Alþingis beindi til ráðuneytisins fyrr í mánuðinum.

Þann 7. apríl sl. barst ráðuneytinu og Bankasýslu ríkisins ósk frá fjárlaganefnd Alþingis um minnisblað með svörum við spurningum í 19 liðum varðandi framhald sölumeðferðar á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka. Viðbótarspurningar í 11 liðum bárust frá nefndinni 13. apríl sl.

Hér á eftir fara svör við þeim spurningum sem sérstaklega er beint að ráðherra eða ráðuneytinu og þeim spurningum sem unnt er að svara með einfaldri tilvísun í gögn sem komið var á framfæri við fjárlaganefnd í aðdraganda sölunnar. Spurningar sem sérstaklega er beint að ráðherra eða ráðuneyti eru feitletraðar til hægðarauka. Bankasýsla ríkisins, sem samkvæmt lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum annast sölumeðferðina fyrir hönd ríkisins, þ.e. undirbýr sölu, leitar tilboða í eignarhlut, metur tilboð, hefur umsjón með samningaviðræðum við ráðgjafa og væntanlega kaupendur og annast samningagerð, er best til þess fallin að taka saman svör við öðrum spurningum sem varða framkvæmd sölunnar.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira