Hoppa yfir valmynd
30. apríl 2022 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Lilja afhjúpaði risastórt lestrarrúm á Borgarbókasafninu: Segðu mér sögu til heiðurs barnabókahöfundum

Svandís Dóra Einarsdóttir, höfundur verksins, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra og Tanja Levý og Jökull Jónsson sem eru hönnuðir verksins.  - myndEyþór Árnason

Lilja Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra afhjúpaði í dag innsetningu til heiðurs barnabókahöfundum og verkum þeirra. Með verkinu er ljósi beint að þeirri mikilvægu bókmenntagrein sem barnabókmenntir eru og þakka barnabókahöfundum fyrir ómetanlegt framlag sitt til menningar og samfélags.

 

„Barnabókmenntir eru oft fyrsta snerting barnsins við heim menningar og lista og skapar rætur fjölbreyttra blóma sem blómstra í börnunum okkar og eru mikilvægur hlekkur í skapandi og gefandi uppeldi. Undanfarin ár hafa stjórnvöld lagt aukna áherslu á að styðja við barnabókmenntir og hefur útgáfa á barnabókum stóraukist í kjölfarið. Við eigum barnabókahöfundum mikið að þakka fyrir að auðga barnæsku okkar og samfélag. Við þá vil ég segja kærar þakkir,“ segir Lilja.

Sögur fyrir svefninn – njótum þess að heimsækja lestrarstundir æskunnar

Innsetningin er í Borgarbókasafninu í Grófinni. Hún er risastórt rúm þar sem fólk getur lagst uppí, breytt yfir sig risasæng, hjúfrað sig í risakodda og valið sér barnabók til að hlusta á eða lesa. Þannig viljum við að fullorðnir geti að nýju upplifað sig sem barn í öruggi stóra rúmsins, látið lesa fyrir sig og leitað í hlýjar minningar æskunnar. Fundið fyrir öryggi, hlýju og yndi þess að láta lesa fyrir sig sögur og ljóð. Innsetningin er samstarfsverkefni menningar- og viðskiptaráðuneytisins og Borgarbókasafns. Höfundur verksins er  Svandís Dóra Einarsdóttir og hönnuðir eru þau Tanja Levý og Jökull Jónsson. Tilgangur Segðu mér sögu er að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi barnabókmennta og hvetja til þess að fólk gefi sér og börnum sínum mikilvægan tíma með því að lesa fyrir þau og hvetja þau til að lesa sjálf.

Hægt verður að njóta verksins til 7. maí nk. í safninu. Öll velkomin! 

 

 

 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin
16. Friður og réttlæti
10. Aukinn jöfnuður
5. Jafnrétti kynjanna
4. Menntun fyrir alla

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira