Hoppa yfir valmynd
30. apríl 2022 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Lilja fundaði með sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, fundaði með sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í tilefni af árlegri heimsókn starfsmanna sjóðsins. Heimsóknin er í samræmi við fjórðu grein stofnsáttmála stofnunarinnar sem kveður á um reglulegar heimsóknir stofnunarinnar til að kynna sér stöðu og horfur í efnahagsmálum aðildarþjóðanna ásamt því að veita þeim efnahagsráðgjöf. Á fundinum með ráðherra var fjallað um þróun alþjóðlegra efnahagsmála og alþjóðsviðskipta ásamt umræðu um efnahagsþróun innanlands þ.m.t. þátt ferðaþjónustunnar og viðskipta- og menningarmála.

 

 

Í forystu fyrir sendinefndinni er Iva Petrova, sem er ráðherra vel kunnug úr fyrri störfum meðal annars hjá Seðlabankanum og hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington. Iva Petrova er hér í sinni síðustu heimsókn á vegum AGS, en hún hefur um árabil starfað að málefnum sem tengjast Íslandi innan sjóðsins og átti meðal annars aðkomu að vinnu í tengslum við efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á árunum 2008-2011. Iva Petrova hefur verið í forystu fyrir sendinefndum til Íslands frá árinu 2019 og þakkaði ráðherra henni fyrir gott samstarf.  

 

 

Hér má nálgast frekari upplýsingar um samskipti Íslands og AGS.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira