Hoppa yfir valmynd
3. maí 2022 Innviðaráðuneytið

Ársfundur Byggðastofnunar 2022

Ársfundur Byggðastofnunar 2022 verður haldinn í félagsheimilinu Þinghamri á Varmalandi í Borgarfirði fimmtudaginn 5. maí. Þema fundarins verður ,,óstaðbundin störf". Fundurinn er öllum opinn og gert er ráð fyrir að honum ljúki um kl. 15:30.

Dagskrá fundarins er sem hér segir:

  • 13:00 Setning fundarins og ávarp formanns stjórnar Byggðastofnunar - Magnús B. Jónsson, stjórnarformaður Byggðastofnunar

  • 13:15 Ávarp innviðaráðherra - Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra

  • 13:30 Ávarp forstjóra Byggðastofnunar - Arnar Már Elíasson settur forstjóri Byggðastofnunar

  • 13:40 Hver er stefna hins opinbera varðandi óstaðbundin störf? - Hólmfríður Sveinsdóttir, sérfræðingur í innviðaráðuneytinu og formaður stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál

  • 14:05 Hvað segja fræðin um óstaðbundin störf? - Óli Halldórsson, framkvæmdastjóri Þekkingarnets Þingeyinga og Ellý Tómasdóttir, MS í mannauðsstjórnun frá HÍ

  • 14:50 Hver er eftirspurnin eftir óstaðbundnum störfum? - Þorkell Stefánsson, sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunar

  • 15:15 Afhending Landstólpans

Fundarstjóri er Helga Harðardóttir, sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira