Hoppa yfir valmynd
5. maí 2022 Dómsmálaráðuneytið

Ákvörðun um kaup á stjórnsýsluhúsnæði Blönduósbæjar

Dómsmálaráðherra hefur, með vilyrði fjármálaráðherra, ákveðið að ganga til viðræðna við Blönduósbæ um kaup á stjórnsýsluhúsnæði bæjarins að Hnjúkabyggð 33 á Blönduósi. Með kaupum á fasteigninni verður hægt að bæta nýtingu og auka hagræði í rekstri en ríkið á fyrir 1. og 3. hæð hússins sem er nýtt undir starfsemi sýslumannsins á Norðurlandi vestra og lögreglunnar. Með sameiningu Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps hefur verið lagt upp með að skrifstofur hins sameinaða sveitarfélags verði á nýjum stað.

Kaup ríkisins á húsnæðinu falla vel að áformum dómsmálaráðherra um að styrkja starfsemi sýslumanna undir einni þjónustustofnun þannig að úr verði nútímalegar stjórnsýslustöðvar ríkis í heimabyggð, sem veita framúrskarandi þjónustu, óháð staðsetningu borgarans eða stjórnsýslustöðvarinnar. Með breyttu skipulagi verður hægara um vik að fela starfsstöðvum ný verkefni hins opinbera sem snúa að þjónustu við almenning á landinu öllu. Samhliða er tækifæri til að bæta starfsaðstöðu lögreglunnar á Blönduósi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira