Hoppa yfir valmynd
5. maí 2022 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Opinn kynningarfundur NEFCO

Norræna umhverfisfjármögnunarfélagið NEFCO efnir til kynningar á starfsemi sjóðsins miðvikudaginn 11. maí kl. 9:00–10.30 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35.

Nefco veitir meðal annars styrki og fjármagn til verkefna sem tengjast umhverfisvænni tækni og grænum lausnum. Á fundinum verður hlutverk og starfsemi fjármálastofnunarinnar kynnt auk þess sem tvö íslensk fyrirtæki segja frá verkefnum og reynslu af samstarfi við hana.

Framsögumenn á fundinum verða:

• Þórhallur Þorsteinsson, Nefco

• Søren RasmussenNefco

• Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir, Brunnur Ventures

• Guðmundur Sigþórsson, D-tech ehf.

Að fundinum loknum verða fulltrúar frá sjóðunum til viðtals fyrir þá sem vilja ræða einstök verkefni eða verkefnahugmyndir

Allar nánari upplýsingar og skráning á Heimstorgi Íslandsstofu.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum