Hoppa yfir valmynd
13. maí 2022 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Stærri kvikmyndaverkefni fá 35% endurgreiðslu kostnaðar: Ráðherra leggur fram frumvarp á vorþingi

Lilja D. Alfreðsdóttir menningar- og viðskipta­ráðherra - mynd

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra mun leggja fram frumvarp um breytingu á lögum um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Alþingi nú á vorþingi.

„Breytingin felur það í sér að stærri verkefni geta sótt 35% endurgreiðslu framleiðslukostnaðar, í stað 25%. Þetta mun hafa mikla þýðingu fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað og gera hann samkeppnishæfan við þau lönd sem við berum okkur saman við. Það er mikið hagsmunamál fyrir okkur að laða stærri og umfangsmeiri verkefni hingað til lands. Þessar breytingar munu skapa fjölmörg ný og spennandi störf og auka útflutningsverðmæti þjóðarbúsins,“ segir Lilja.

Hlutfall endurgreiðslu af framleiðslukostnaði sem til fellur hér á landi er samkvæmt gildandi lögum 25%. Víða í nágrannalöndum Íslands er það hlutfall komið í 35% og eru það þau lönd sem Ísland á í mestri samkeppni við í að laða til sín stærri og lengri tíma kvikmynda- og sjónvarpsverkefni og er því mikið hagsmunamál fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað að lögin verði endurskoðuð með tilliti til þeirrar samkeppni. Í frumvarpinu sem sem ráðherra mun leggja fram er lagt til að afmörkuð stærri verkefni, sem uppfylla ákveðin skilyrði sem fram koma í lögunum eigi rétt á 35% endurgreiðslu af framleiðslukostnaði.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum