Hoppa yfir valmynd
24. maí 2022 Heilbrigðisráðuneytið

Fyrsti fundur starfshóps um endurskoðun refsiábyrgðar heilbrigðisstarfsfólks

Frá fyrsta fundir starfshóps um endurskoðun refsiábyrgðar heilbrigðisstarfsfólks - myndStjórnarráðið

Starfshópur sem heilbrigðisráðherra hefur skipað til að meta möguleika þess að afnema refsiábyrgð heilbrigðisstarfsfólks vegna atvika í heilbrigðisþjónustu sem rakin eru til einfalds gáleysis hélt sinn fyrsta fund í dag. Hópnum er falið að leggja til útfærslu á lagabreytingu þessa efnis og enn fremur að meta hvort setja eigi í sérlög ákvæði um cumulativa hlutlæga refsiábyrgð heilbrigðisstofnana (ábyrgð án sakar). Starfshópurinn skal við vinnu sína hafa víðtækt samráð við hagsmunaaðila, s.s. félög heilbrigðisstarfsfólks, auk félaga, samtaka og annarra sem geta talað máli notenda heilbrigðisþjónustu. Gert er ráð fyrir að starfshópurinn skili ráðherra niðurstöðum sínum eigi síðar en 1. september næstkomandi.

Formaður starfshópsins er Sigurður Kári Árnason, yfirlögfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu. Aðrir sem sæti eiga í starfshópnum eru:

  • Alma Dagbjört Möller landlæknir
  • Anna María Káradóttir lögfræðingur hjá embætti landlæknis,
  • María Káradóttir aðstoðarsaksóknari hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu,
  • Theódór Skúli Sigurðsson sérfræðingur í barnasvæfinga- og gjörgæslulækningum á Landspítala,
  • Jón H.B. Snorrason saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara
  • Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson lögfræðingur í dómsmálaráðuneytinu.

Starfsmaður hópsins er Anna Birgit Ómarsdóttir lögfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum