Hoppa yfir valmynd
24. maí 2022 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Nýsköpunarkeppni grunnskóla 2022

Ásmundur Einar Daðason, Hilda Rún Hafsteinsdóttir, Thelma Sif Róbertsdóttir og Sófús Árni Hafsteinsson - mynd

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, afhenti verðlaun fyrir nýsköpun í Nýsköpunarkeppni grunnskóla á laugardag. Hilda Rún Hafsteinsdóttir og Thelma Sif Róbertsdóttir í 7. bekk Sandgerðisskóla hlutu aðalverðlaun fyrir hugmynd sína Hjálparljós. Ásta Sigríður Ólafsdóttir, grunnskólakennari í hönnun og smíði í Víðistaðaskóla, er Nýsköpunarkennari grunnskólanna árið 2022.

Nýsköpunarkeppni grunnskólanna er hugmyndasamkeppni fyrir nemendur í 5.–7. bekk grunnskóla. Krakkarnir útfærðu hugmyndir sínar á vinnustofum í tvo daga og fór keppnin fram laugardaginn 21. maí í Háskólanum í Reykjavík.


Allir þátttakendur

Mennta- og barnamálaráðuneytið er eigandi Nýsköpunarkeppni grunnskólanna. Menntavísindasvið Háskóla Íslands annast rekstur keppninnar í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, Samband íslenskra sveitarfélaga, Arion banka, Samtök Iðnaðarins, ELKO, IKEA, grunnskóla o.fl. Verndari Nýsköpunarkeppni grunnskólanna er forseti lýðveldisins, Guðni Th. Jóhannesson.

Hilda og Thelma fengu fartölvur í verðlaun. Aðrir verðlaunahafar fengu 25 þúsund króna inneign í Elko. Ásta Sigríður Ólafsdóttir, handhafi hvatningarverðlauna kennara, hlaut að launum 150.000 kr. í boði Samtaka iðnaðarins.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum