Hoppa yfir valmynd
27. maí 2022 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið, Innviðaráðuneytið

Hugvitið nýtt til að draga úr kolefnislosun byggingariðnaðar

Nokkrir styrkhafar úr úthlutun Asks – mannvirkjarannsóknarsjóðs kynntu nýsköpunarverkefni sín innan mannvirkjageirans hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) 19. maí sl. Kynningarfundurinn var liður í dagskrá Nýsköpunarvikunnar. Hrafnhildur Sif Hrafnsdóttir, verkefnastjóri Asksins, kynnti Ask sem er nýr sjóður í umsýslu HMS og fjármagnaður af háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti og innviðaráðuneyti. Askurinn veitir styrki til mannvirkjarannsókna með áherslu á aukna þekkingu, umbætur og nýsköpun til að mæta samfélagslegum áskorunum mannvirkjagerðar.

Þegar kemur að vistvænni mannvirkjagerð, auknum gæðum bygginga og heilnæmi gegna öflug rannsóknar- og nýsköpunarverkefni lykilhlutverki. Rannsóknir sýna að byggingariðnaður ber ábyrgð á um 40% af kolefnislosun á heimsvísu. Verkefni Asksins leggja áherslu á hugvit og lausnir til að ná tökum á loftslagsvandamálum sem fylgja byggingariðnaði.

Ýmis fjölbreytt verkefni hlutu styrk úr Aski í fyrstu úthlutun hans í sem fram fór fyrr í vor. Einblínt var á raka- og mygluskemmdir, byggingarefni, orkunýtingu og losun gróðurhúsalofttegunda, tækninýjungar í mannvirkjagerð og gæði og ólík form íbúðarhúsnæða.

Frekari lýsingar á þeim verkefnum sem kynnt voru má nálgast á heimasíðu HMS. Þá er hægt að skoða kynningarefni verkefnanna og Asksins sjálfs í frétt HMS um kynningarfundinn.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira