Hoppa yfir valmynd
31. maí 2022 Heilbrigðisráðuneytið

Styrkir til kaupa á heyrnartækjum hækka 1. júní

Styrkir vegna kaupa á heyrnartækjum hækka um 10.000 kr. frá og með 1. júní samkvæmt ákvörðun heilbrigðisráðherra. Styrkupphæðin verður þar með 60.000 kr. fyrir kaup á einu heyrnartæki en 120.000 kr. fyrir einstaklinga sem þurfa á tveimur tækjum að halda. Með breytingunni er styrkurinn hækkaður upp til verðlags en styrkupphæðin hefur verið óbreytt frá árinu 2015. Áætlaður kostnaður vegna breytinganna nemur tæpum 60 milljónum króna á ársgrundvelli. Rétt á styrk eiga þeir sem eru sjúkratryggðir eldri en 18 ára og hafa tónmeðalgildi á betra eyra að lágmarki 30dB. Hægt er að sækja um styrk til heyrnartækjakaupa á fjögurra ára fresti.

Reglugerðir um breytinguna hafa verið birtar í Stjórnartíðindum og taka gildi á morgun. Styrkfjárhæðir eru þær sömu, hvort sem heyrnartækin eru keypt hjá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands eða öðrum aðilum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira