Hoppa yfir valmynd
1. júní 2022 Innviðaráðuneytið

Hólmfríður Bjarnadóttir skipuð skrifstofustjóri húsnæðis- og skipulagsmála

Hólmfríður Bjarnadóttir. - mynd

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra hefur skipað Hólmfríði Bjarnadóttur í embætti skrifstofustjóra húsnæðis- og skipulagsmála hjá innviðaráðuneytinu. 

Hólmfríður var valin úr hópi margra hæfra umsækjenda að fengnum tillögum frá ráðgefandi hæfnisnefnd. Hún mun taka við embættinu frá og með 1. júlí næstkomandi.

Hólmfríður er skipulagsfræðingur að mennt með meistaragráðu frá háskólanum í Newcastle upon Tyne og rannsóknagráðu í skipulagsfræði frá Blekinge Tekniska Högskola í Blekinge í Svíþjóð. Hún hefur víðtæka reynslu á sviði skipulags-, byggðaþróunar og umhverfismála og hefur starfað hér á landi, í Svíþjóð og á alþjóðavettvangi og sinnt stjórnun, áætlanagerð og stefnumótun.

Hólmfríður starfaði sem skrifstofustjóri hjá sænska umhverfisráðuneytinu í Stokkhólmi á árunum 2009-2016 og var á þeim tíma formaður nefndar á vegum OECD í París. Hún starfaði sem verkefnastjóri hjá Nordregio í Stokkhólmi á árunum 1999 til 2006 og sem sérfræðingur hjá SKI við mat á umhverfisáhrifum í kjarnorkueftirliti í Svíþjóð á árunum 2007-2008. Hún starfaði hjá Skipulagsstofnun á Íslandi sem sérfræðingur á árunum 1996-1999 og sem sviðsstjóri umhverfissviðs Skipulagsstofnunar frá 2016-2017. Hólmfríður hefur frá því í nóvember sl. starfað sem skipulagsráðgjafi hjá Alta við ráðgjöf til fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga í skipulagsmálum. Áður starfaði hún sem umhverfis og skipulagsstjóri hjá Veitum ohf. Frá 2017 til 2021.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira