Hoppa yfir valmynd
3. júní 2022 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðuneytið klárar innleiðingu grænna skrefa í ríkisrekstri

Hjördís Sveinsdóttir sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun afhendir Martin Eyjólfssyni ráðuneytisstjóra viðurkenninguna. Með á myndinni eru Ingibjörg Jóna Garðarsdóttir stjórnarráðsfulltrúi og Jón Einar Sverrisson deildarstjóri á rekstrar- og þjónustuskrifstofu. - myndUtanríkisráðuneytið

Utanríkisráðuneytið fékk í vikunni viðurkenningu fyrir að hafa innleitt fimmta skref grænna skrefa í ríkisrekstri og þar með hefur ráðuneytið innleitt öll grænu skrefin. Hjördís Sveinsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, afhenti Martin Eyjólfssyni ráðuneytisstjóra viðurkenninguna í utanríkisráðuneytinu á miðvikudag.

Verkefnið Græn skref er fyrir ríkisstofnanir sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna. Með þátttöku í Grænum skrefum gefst stofnunum tækifæri á að innleiða öflugt umhverfisstarf með kerfisbundnum hætti undir handleiðslu sérfræðinga Umhverfisstofnunar. 

Stofnanir sem skrá sig til leiks fylgja skýrum gátlistum sem skipt er upp í fimm skref. Hvert skref inniheldur á bilinu 20-40 aðgerðir sem stofnanir þurfa að innleiða í sinn rekstur. Aðgerðirnar miða einkum að venjulegri skrifstofustarfsemi. Veitt er viðurkenning fyrir hvert skref sem stofnanir ljúka við.

Heimsmarkmiðin

13. Aðgerðir í loftslagsmálum
12. Ábyrð neysla og framleiðsla

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum