Hoppa yfir valmynd
8. júní 2022 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Hagsmunasamtök heimilanna taka að sér neytendafræðslu með þjónustusamningi við MVF

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, og Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilinna hafa undirritað þjónustusamning ráðuneytisins við samtökin um neytendavernd og fjármálafræðslu.

 

Með samningnum taka samtökin að sér að miðla fræðslu til almennings um húsnæðisskuldbindingar og réttindi lánstakenda, samstarf við ráðuneytið um neytendavernd á fjármálamarkaði og stuðning við ráðgjöf, réttindagæslu og önnur hagsmunamál félagsmanna Hagsmunasamtaka heimilanna.

Samtökin taka að sér að miðla til almennings svo sem með upplýsingum og fréttum um neytendamál og með vefsíðu eða fréttabréfum.

 

„Hagsmunasamtök heimilanna hafa sinnt mikilvægri réttindabaráttu og fræðslu til félagsmanna sinna og þetta er í fyrsta sinn sem ráðuneyti neytendamála gerir slíkan samning við þau. Ég tel þetta vera gott fyrsta skref í að styrkja samtökin til þess að halda áfram mikilvægri fræðslu til félagsmanna og almennings um fjármálalæsi og réttindi neytenda,“ segir ráðherra.

 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð í janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum