Hoppa yfir valmynd
10. júní 2022 Forsætisráðuneytið, Innviðaráðuneytið, Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Aðgerðir í kjölfar snjóflóða á Flateyri almennt gengið vel

Flateyri - mynd Mynd: iStock

Flestum þeirra 15 aðgerða sem starfshópur lagði til í kjölfar snjóflóða á Flateyri í janúar 2020 er nú lokið eða komnar vel á veg. Þetta kemur fram í samantekt verkefnisstjórnar sem skipuð var til að fylgja eftir tillögum starfshópsins og var kynnt á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun.

Starfshópurinn sem skipaður var í kjölfar snjóflóðanna hafði það hlutverk að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri. Aðgerðunum 15 sem hópurinn lagði til var ætlað að efla innviði og treysta stoðir byggðarinnar.

Meðal aðgerða sem unnið hefur verið að:

  • Ísafjarðarbæ var veittur styrkur úr almennum varasjóði til að mæta útgjöldum vegna snjóflóðanna
  • Snjóflóðavarnir hafa verið efldar
  • Skipulag og viðbragð almannavarna hefur verið endurskoðað
  • Skipulag og viðbúnaður heilbrigðisþjónustu hefur verið eflt
  • Ný varaaflsstöð hefur verið sett upp
  • Fjármagn var tryggt til kaupa á björgunarbát
  • Starfshópur vinnur að tillögum að úrbótum í húsnæðismálum
  • Samningur um nýsköpunar- og þróunarverkefni hefur verið undirritaður
  • Rekstrarstyrkur var veittur Lýðháskólanum
  • Styrkir voru veittir til verkefna sem tengjast almenningssamgöngum

Frekari eftirfylgni aðgerða er hjá viðkomandi ráðuneytum.

Samantekt verkefnisstjórnar um stöðu aðgerða

 

 

 

 

 

 

 

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira