Hoppa yfir valmynd
10. júní 2022 Heilbrigðisráðuneytið

Frumvarp sem kveður á um skimunarskrá landlæknis orðið að lögum

Alþingishúsið - myndMynd: Heilbrigðisráðuneyti

Alþingi hefur samþykkt frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingu á lögum um landlækni og lýðheilsu þar sem kveðið er á um rekstur embættis landlæknis á skimunarskrá sem nú er á ábyrgð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Með lagabreytingunni verður skimunarskráin ein af þeim heilbrigðisskrám sem embætti landlæknis ber að halda og sett skýr ákvæði varðandi reksturinn. Skimunarskrá er miðlæg meðferðartengd heilbrigðisskrá á landsvísu í tengslum við krabbameinsskimanir. Tilgangur skrárinnar er að stuðla að samræmdri og markvissri framkvæmd og eftirfylgni krabbameinsskimana og auka gæði og öryggi í heilbrigðisþjónustu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira